Hin helgu vé

Hin helgu vé

Leikstjórn: Hrafn Gunnlaugsson 1993

Þegar móðir Gests heldur erlendis er hann sendur í sveit á afskekktri eyju. Á eynni kemst Gestur í kynni við tvítuga heimasætu sem er reiðubúin til að ganga honum í móðurstað. Samband þeirra þróast hins vegar á aðra leið í huga Gests, sem óðfluga nálgast kynþroskaaldur, og verður drengurinn smám saman ástfanginn af stúlkunni.